Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Framleiðsla vörutegunda eins og vefnaðarvöru, leikfanga, húsgagna og matvöru er oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa þó að sum framleiðsla sé sem betur fer umverfisvænni en önnur. En hvernig vitum við hvaða framleiðandi er ábyrgur og hvaða vara er betri og heilbrigðari en önnur? Viðurkenndar vottanir hjálpa okkur til að vita hvernig varan var framleidd og eru því gríðarlega mikilvæg tæki fyrir neytendur. Með því að velja náttúrulegar, lífrænt-, sanngirnis- og/eða umhverfisvottaðar bleiur, þvottaefni, húsgögn og klæðnað svo fátt eitt sé nefnt, ert þú að minnka álagið á umhverfið og bæta möguleika næstu kynslóðar á að geta lifað í hreinu umhverfi. 

Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón hvað varðar efni í leikföngum.

Matvælastofnun er ábyrg fyrir eftirliti með matvörum sem seldar eru hér á landi.

Grafík: Tákn barnavörudeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
23. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Barnavörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 23. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/26/barnavorur-natturumarkaoi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. nóvember 2007
breytt: 16. júlí 2014

Skilaboð: