Fíflasíróp komið á Náttúrumarkað
Ný framleiðsla Fíflasíróp, er nú komið í sölu hér á Náttúrumarkað en fíflasírópið er unnið úr blómum túnfífilsins [Taraxacum officinale].
Fíflasíróp (Dandelion syrup) er þekkt í flestum löndum heims og vinsælt viðbit t.d. með ostum en ekki er okkur kunnugt um að nokkur hafi hafið framleiðslu á fíflasírópi hér á landi fyrr en nú. Fífillinn er þó ein allra algengasta jurt landsins en oftast frekar litinn hornauga en dásamaður sem nytjajurt með fjölbreytt gildi til lækninga og átu.
Fíflasírópið er „beint frá býli“, nýjast afurð bændanna á Löngumýri á Skeiðum, þeim Kjartani Ágústssyni og Dorothee Lubecki en á síðasta ári komu nýjar vörur úr rabarbara frá Löngumýri, Rabarbía rabarbarakaramellur og sultur sem notið hafa gríðarlegra vinsælda enda listaverk í útliti og að bragði. Sjá grein um Rabarbía vörurnar.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fíflasíróp komið á Náttúrumarkað“, Náttúran.is: 22. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/22/fiflasirop-komio-natturumarkao/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.