Ingólfsfjallsmálið ekki enn til lykta leitt
Eins og fjallað hefur verið um hér á síðum Náttúrunnar, gaf bæjarstjórn Ölfuss grænt ljós á áframhaldandi efnistöku úr Þórustaðanámu, til a.m.k. 8 ára, þrátt fyrir álit Skipulagsstofnunar þess efnis að aðstandendur Þórustaðanámu yllu óásættanlegum og óafturkræfum umhverfisspjöllum með frekari námuvinnslu í fjallinu. Var um tímamótaúrskurð að ræða þar sem nú reyndi í fyrsta sinn á hvaða vald bæjar- og sveitastjórnir hafa eftir lagabreytingu þá er flutti endanlegt ákvarðanavald frá Skipulagsstofnun til viðkomandi sveitarfélaga.
Samtökin krefjast þess að efnistakan verði stöðvuð án tafar enda brýnt að þeim hagsmunum sem kærunum er ætlað að verja verði ekki fórnað áður en úrskurðarnefndin kveður upp úrskurð sinn í málinu. Þá krefjast samtökin þess að framkvæmdaleyfið verði fellt úr gildi.
Myndin sýnir þtu að störfum uppi á fjallinu.
Ljósmynd: Birgir Þórðarson.
Birt:
9. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ingólfsfjallsmálið ekki enn til lykta leitt“, Náttúran.is: 9. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/ingolfsfjallmalid/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007