Af loftinu má svo veður marka „Sjáist fjallatindar klárir og skýlausir öndverðan vetur og fram um jól, boðar mildan vetur. Sýnist sólin oft rauð eftir sólhvörf á vetrum, boðar það frostasaman og vindsvalan vetur. Það sama merkja dökkir og grænir hringar um sólina öndverðan vetur. Það sama merkir grænn eða gulleitur litur sólar og þó helst að vetur muni snævi þakinn og vindsvalur verða. Allt þetta er ei annað en náttúrulegar loftsins verkanir, sem hver hygginn maður má skilja.“

Birt:
18. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Veður“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/veur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: