Innan Listaháskóla Íslands var fyrr í vetur unnið að verkefni um hönnunaraktívisma en það er það nefnt þegar verkfæri hönnunar eru notuð til að varpa fram spurningum eða koma með andsvör sem vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar. Verkefnið heitir Project M Reykjavík 48 hour Design Blitz en hver hópur/einstaklingur vann í hugmyndavinnu í tvær vikur og gerði síðan 48 sekúndna mynd á 48 klukkustundum, hugsaða sem svörun við ástandinu og byltingunni sem var í fullum gangi í þjóðfélaginu.

Mörg verkefnanna snertu á umhverfistengdum (vanda)málum og er afraksturinn að sjá á doblitz.com sem hþsir allar stuttmyndirnar með inngangi að verkefninu sem lá að baki hverri og einni mynd. Það er þess virði að skoða allt efni frá þessu vel heppnaða verkefni.

Mynd: Úr verki Guðrúnar Jónu Arinbjarnardóttur. Sorphirðubíil úr endurunnum dósum.

Birt:
23. mars 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „48 klukkustunda skot“, Náttúran.is: 23. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/23/48-klukkustunda-skot/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: