Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja á Suðvesturlandi og Norðurlandi. Á sumrin er hann mest áberandi fyrir hin stóru, stilkuðu blöð sem minna lítið eitt á rabbarbara. Þá eru blómin ekki sýnileg, þau koma fram snemma á vorin og falla fljótt.

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir segir m.a. um hóffífilinn í bók sinni Íslenskar lækningajurtir:

Plöntuhlutar sem notaðir eru: Blöð, blómknappar og ný útsprungin blóm.
Söfnun: Fyrri hluti sumars
Áhrif: Róandi og mýkjandi, losar slím úr öndunarfærum. Útvortis er hóffífillinn græðandi og mýkjandi.
Notkun: Hóffífill er mikið notaður við alls kyns hósta, eins og ættkvíslheitið Tussilago bendir til (tussis = hósti). Hann er einkar góður við þurrum, heitum hósta, krampakenndum hóstaköstum og asma.
Hóffífillinn hefur alltaf þótt sérstaklega góður fyrir börn. Útvortis má nota hóffífilinn í bakstri á bólgur og sár.
Virk efni: Barksýrur, bitrir sykrungar, inúlin, sink og slímefni.

Efri myndin er tekin af hóffífli í blóma þ. 27. 04.2008, við veginn upp að Reykjadal ofan við Hveragerði. Neðri myndin er tekin 03.08.2008 í Lækjarbotnum. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
22. júní 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Leyndardómar hóffífilsins“, Náttúran.is: 22. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2008/05/01/hoffifill/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. maí 2008
breytt: 22. júní 2015

Skilaboð: