Baráttan um landið frumsýnd
Splunkuný heimildarmynd Helenu Stefánsdóttur „Baráttan um landið“ kemur til sýningar í Bíó Paradís frá og með nk. miðvikudegi.
Myndin segir sögu þeirrar náttúru sem er í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og raforkuframleiðslu fyrir stóriðju á Íslandi. Einnig drepur sagan á þeim ómetanlegu náttúruperlum sem nú þegar hefur verið fórnað fyrir stóriðju, en í dag fara u.þ.b. 80% af framleiddri raforku á Íslandi í erlenda stóriðju. Sagan er sögð af hinum hógværu röddum sem búa á og unna landinu sem er í hættu og hefur verið eyðilagt.
Birt:
3. apríl 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Baráttan um landið frumsýnd“, Náttúran.is: 3. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/03/barattan-um-landid-frumsynd/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.