Flokkarinn og Endurvinnslukortið
Flokkarinn.is er vefur sem Íslenska gámafélagið stendur að en vefurinn á að hjálpa fólki og fyrirtækjum að flokka ruslið sitt auk þess sem hann þjónustar sveitarfélög með kynningu og fræðslu um flokkunarmál, ekki sýst um þriggja tunnu kerfi Íslenska gámafélagsins sem er nú starfrækt í tíu sveitarfélögum víðs vegar um landið. Sveitarfélögin eru: Stykkishólmsbær, Skaftárhreppur, Flóahreppur, Fljótsdalshreppur, Kópavogur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hveragerðisbær, Fjallabyggð og Árborg.
Nýlega var settur kubbur inn á forsíðu Flokkarans þar sem vísað er beint inn á Endurvinnslukort Náttúran.is og gefur þannig gott yfirlit yfir hvar á landinu er tekið við hvaða flokkum til enndurvinnslu. Endurvinnslukortið er eitt af fjölmörgum verkefnum sem Náttúran.is hefur ráðist í að eigin frumkvæði en ekkert slíkt yrirlit var til, í aðgengilegu formi fyrir allan almenning, áður en ráðist var í verkið. Stöðugt er unnið að því að fullkomna kortið og eru allar ábendingar og viðbætur okkur mikils virði.
Það virkar endurvinnsluhvetjandi á fólk að vita nákvæmleg hvert það á að fara og við hvaða flokkum er tekið á hverjum stað. Sveitarfélög, skólar og aðrir aðilar sem sjá sér fært að setja myndakubb með tengli á Endurvinnslukortið hafi samband við nature@nature.is til að fá kubb sendan í réttri stærð fyrir sinn miðil.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Flokkarinn og Endurvinnslukortið“, Náttúran.is: 11. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/11/flokkarinn-og-endurvinnslukortid/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.