Það var ekki einungis Svandís Svavarsdóttir sem sá að Landsvirkjun hygðist múta sveitarstjórn Flóahrepps!
Varðandi nýlegan úrskurð Hæstaréttar um að umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir hafi brotið lög með því að neita að samþykkja hluta aðalskipulags Flóahrepps á sínum tíma skal hér ryfjað upp hvernig þetta leit út og hvað olli því að jafn mikil andstaða varð við áætlanir um virkjanir við neðri hluta Þjórsár og raun bar vitni.
Í grein sem höfundur skrifaði eftir kynningu á aðalskipulagstillögum þ. 13. júní 2007 er reifað hvernig Landsvirkjun hugðist koma vilju sínum fram gagnvart fjárvana sveitarfélagi til að koma áætlunum sínum í verk. Salurinn var troðfullur og mikil reiði brast út meðal fundargesta þegar ljóst var hvernig Landvirkjun hafði heillað sveitarsjórnarmenn til fylgilags við sig með því að kosta verk sem sveitarfélagið hafði ekki efni á.
„Áður var reyndar ekkert í boði fyrir framtaksemi Landsvirkjunar á 70 hektar svæði við Urriðafoss en nú eru s.s. í boði að laga tvo vegi (vegbætur fyrir Urriðafossveg og Hamarsveg við lok framkvæmdatímans), bætt gsm-samband, ný vatnsaðveitulögn og rúsínan í pysluendanum, til að bæta fyrir skerðingu sem yrði vegna hvarfs Urriðafoss og ferðamannafæð þess vegna, en það myndi þá vera „útsýnispallur“ þar sem að ferðamönnum gæfist tækifæri til að skoða virkjanaframkvæmdir og mannvirki Landsvirkjunar, séð frá Flóanum.“
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Það var ekki einungis Svandís Svavarsdóttir sem sá að Landsvirkjun hygðist múta sveitarstjórn Flóahrepps!“, Náttúran.is: 12. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/12/thad-var-ekki-einungis-svandis-svavarsdottir-sem-s/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.