Garðrækt hefur ekki langa sögu á Íslandi. Það var ekki fyrr en seint á 18. öld að farið var að gera tilraunir með kartöflurækt og ræktun annarra matjurta hér á landi. Hins vegar var því þannig háttað í Englandi og víða á meginlandi Evrópu fyrr á tímum, að enginn bóndi lét sér detta í hug að kaupa grænmeti, eða egg eða skinku. Bændurnir stunduðu matjurta- og garðrækt á sjálfbæran hátt og voru einnig með hænur og svín í garðinum.

Vélvæðing landbúnaðarins hefur hins vegar umbreytt aðferðum við garðyrkju þannig að segja má að í dag sé garðyrkja víða stunduð sem nokkurs konar iðnaður.

Ræktun matjurtagarða var ekki í tísku á tímabili og voru matjurtagarðar yfirleitt faldir einhvers staðar út í horni garðsins eða undir eldhúsglugganum. Nú um stundir er hins vegar að verða aftur mjög vinsælt að rækta matjurtir, svo vinsælt að fólk keppist um að fá aðgang að jarðnæði til að geta stundað slíka ræktun.

Gróðurhús eru notuð á Íslandi til að rækta gómsæta tómata og safaríkar gúrkur, auk annars grænmetis. Íslenskt grænmeti þykir mjög bragðgott og er ástæðan fyrst og fremst sú staðreynd að íslenska vatnið er mjög hreint og tært  og er með besta vatni sem fáanlegt er á jörðinni.

Nánari upplýsingar um það hvernig er hægt að skipuleggja matjurtagarðinn, sá, rækta og nýta má finna í Eldhúsgarðinum, Vistræktarsíðunni og Sáðalmanakinu á Náttúran.is. Ennfremur er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig má nýta hinar margvíslegustu viiltu jurtir og grænmeti með því að skoða Grasa-Guddu Náttúrunnar.

Sjá Eldhúsgarðinn.
Sjá Vistræktarsíðuna. 
Sjá Sáðalmanakiið. 
Sjá Grasa-Guddu.

Birt:
12. júlí 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Garðrækt“, Náttúran.is: 12. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/garrkt/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 7. september 2014

Skilaboð: