Grænt og grillað á SelfossiÍ fyrrasumar opnaði Guðmundur Erlendsson matreiðslumaður heilsumatstað á hjólum við Hallærisplanið við hringtorgið að Ölfusárbrú á Selfossi. Grænt og grillað er nafn matsölustaðarins.

Það mega teljast nokkur tíðindi að heilsumatstaður opni dyr (lúgur) sínar á landsbyggðinni, sérstaklega með hliðsjón af því að hamborgaramenningin virðist hafa rutt sér svo gersamlega til rúms að jafnvel metnaðarfyllstu veitingahús við þjóðveginn bjóða nú aðeins upp á pulsur með öllu og hamborgara og franskar. Já, þrátt fyrir alla matarmenningarumræðuna á síðustu árum.

Ferðalangar sem leið eiga um Suðurlandsveg geta nú satt sárasta hungrið á grænan og gómsætan hátt við brúarsporð Ölfusár áður en lagt er í langferð austur eða vestur um land.

Opnunartími í sumar er frá k. 11:00 - 20:00 alla daga. Sími: 898 8641.
Sjá Grænt og grillað hér á Grænum síðum.

Birt:
27. júlí 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænt og grillað í alfaraleið á Suðurlandi“, Náttúran.is: 27. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/27/graent-og-grillad-i-alfaraleid-sudurlandi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. apríl 2012

Skilaboð: