Gjábakkavegur undir smásjána
Nýlega kynnti Landvernd samgönguráðherra skýrslu sem samökin hafa unnið í því augnamiði að rýna stöðuna, þörfina og möguleikana sem fyrir hendi eru með tillitil til kosta og galla. Rétta lausnin virðist á köflum vera vandfundin en niðurstaða Landverndar er sú að best væri, með tilliti til umhverfisáhrifa, að bæta þann veg sem fyrir er og mælir eindregið gegn lagningu hraðbrautar yfir Lyngdalsheiði sem myndi hafa afdrifarík og óafturkræf umhvefisspjöll í för með sé fyrir lífríki ÞIngvallavatns og vatnsvernarsvæðið sjálft. En þar er ekki um ómerkilegra vatnsverndarsvæði en svo að ræða að það telst til helstu vatnslinda framtíðar fyrir höfuðborgarsvæðið.
Sjá skýrsluna í fullri lengd.
Sjá vef Landverndar.
Kort: Guðrún Tryggvadóttir fyrir Landvernd.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gjábakkavegur undir smásjána“, Náttúran.is: 20. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/20/gjabakkavegur-undir-smasjana/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.