Sjálfbær ferðaþjónusta
Sýning um sjálfbæra ferðaþjónusta verður opnuð í Sesseljuhúsi að Sólheimum laugardaginn 11. júní kl 15.00.
Sýningin er samstarfsverkefni Sesseljuhúss og Háskóla Íslands.
Í Sesseljuhúsi verða sýnd veggspjöld með 13 þemum sem sýna og fjalla um sjálfbæra ferðamennsku en þau eru unnin af nemendum í Ferðamálafræði í Háskóla Íslands.
Verkefnin eru:
- Gjaldtaka og sjálfbærni í ferðaþjónustu
- Heitar laugar á Íslandi, ferðamennska og sjálfbærni
- Áhrif ferðamanna á umhverfið - dæmi frá Nepal og Egyptalandi
- Vetrarferðamennska: skref í átt að sjálfbærni?
- Heitar laugar - þolmörk og sjálfbærni
- Utanvegaakstur - Ósjálfbær ferðamennska?
- Eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesi
- Áhrif ferðamanna á umhverfi
- Hver eru áhrif ferðamanna af skemmtiferðarskipum á umhverfið?
- Umhverfisstjórnun í kjölfar náttúruhamfara
- Víðerni og ferðamennska
- Sjálfbært golf á Íslandi
- Rafbílavæðing Íslands - Getur rafbílavæðing stuðlað að sjálfbærri ferðamennsku?
Einnig mun Rannveig Ólafsdóttir dósent í Ferðamálafræði halda fyrirlestur um sjálfbæra ferðamennsku.
Allir velkomnir!
Birt:
9. júní 2011
Tilvitnun:
Axel Benediktsson „Sjálfbær ferðaþjónusta“, Náttúran.is: 9. júní 2011 URL: http://nature.is/d/2011/06/09/sjalfbaer-ferdathjonusta/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. júní 2011