Formannskjör í Landvernd
Á aðalfundi Landverndar sem haldinn verður í Nauthól fimmtudaginn 26. maí kl. 16:00 (sjá frétt), verða fimm nýir aðilar kosnir í stjórn og er staða formanns þar með talin. Núverandi stjórn Landverndar skipaði þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundarins og tóku þau við tilnefningum og tilkynningum um framboð stjórnarmanna og formanns.
Eitt framboð barst til formanns en það er Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og fyrrum upplýsingarfulltrúi umhverfisráðuneytisins sem býður sig fram á móti sitjandi formanni, Björgólfi Thorsteinssyni.
Kosið verður um fjögur stjórnarsæti af tíu þetta árið en tveir aðilar gáfu kost á sér í stjórn, þau Helena Óladóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson en uppstillingarnefndin lagði til tvo til viðbótar, þær Önnu G. Sverrisdóttur og Helgu Ögmundardóttur.
Sjá nánar um frambjóðendur á vef Landverndar.
Kosningarétt hafa allir félagar í Landvernd sem og aðildafélög Landverndar* en í fyrstu umferð munu annars vegar atkvæði almennra félaga vera talin og hins vegar atkvæði fulltrúa aðildafélaga og ræður meirihluti í báðum hópum hver fær formannssætið. Ef úrslit fást ekki þannig fram, verður kosið aftur og einfaldur meirihluti látinn ráða úrslitum.
*Aðildarfélög Landverndar eru:
Arion banki
Arkitektafélag Íslands
Bandalag íslenskra farfugla
Bandalag íslenskra skáta
Blaðamannafélag Íslands
Bændasamtök Íslands
Dýraverndarsamband Íslands
Ferðafélag Íslands
Ferðaklúbburinn 4x4
Félag iðn- og tæknigreina
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
Félag íslenskra búfræðikandídata
Félag íslenskra landslagsarkitekta
Félag landfræðinga
Félag leiðsögumanna
Fuglavernd
Garðyrkjufélag Íslands
Grindavíkurbær
Hið íslenska náttúrufræðifélag Island
Tours Italia
Jarðefnaiðnaður ehf.
Kennarasamband Íslands
Kvenfélagasamband Íslands
Kvenréttindafélag Íslands
Landssamband hestamannafélaga
Landssamband stangaveiðifélaga
Landssamband veiðifélaga
Líffræðifélag Íslands
Náttúrustofa Vesturlands
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands
Náttúruverndarsamtök Austurlands,
NAUST Náttúruverndarsamtök Vesturlands
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Olíuverslun Íslands hf.
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Samtök um betri byggð
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi,
SUNN
SEEDS (SEE beyonD borderS)
Skógræktarfélag Íslands
Skógræktarfélag Ólafsvíkur
Skógræktar- og landverndarfélag undir Jökli
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Sól í Hvalfirði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Ultima Thule ehf.
Ungmennafélag Íslands
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Formannskjör í Landvernd“, Náttúran.is: 25. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/25/formannsskjor-i-landverndar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. maí 2011