Boðað til stofnfundar Náttúruverndarfélags Suðvesturlands
Undanfarið hefur hópur áhugafólks um náttúruvernd undirbúið stofnun náttúruverndarsamtaka á Reykjanesskaga. Stofnfundur samtakanna verður haldinn í Gaflaraleikhúsinu (áður Hafnarfjarðarleikhúsinu), Víkingastræti í Hafnarfirði, þriðjudaginn 18. október næstkomandi kl. 20:00 og er markmiðið að sameina náttúruverndarfólk á Suðvesturlandi í eina öfluga breiðfylkingu sem muni láta til sín taka í umhverfis- og náttúruverndarmálum í landnámi Ingólfs.
Á dagskrá fundarins er að samþykkja lög og stefnuskrá auk stjórnarkjörs.
- Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar sveitarfélagsins Voga mun fjalla um baráttuna gegn raflínumöstrum á Vatnsleysuströnd.
- Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, mun greina frá fyrirhuguðum jarðvaramavirkjunum á Reykjanesskaga.
- Ellert Grétarsson, leiðsögumaður og ljósmyndari, sýnir myndir frá máttúruperlum á Reykjanesskaga
Tökum höndum saman og mætum á stofnfundinn, þinn stuðningur er áríðandi!
Ljósmynd: Sofandi tröll á Reykjanesi, ©Árni Tryggvason.
Birt:
16. október 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Boðað til stofnfundar Náttúruverndarfélags Suðvesturlands“, Náttúran.is: 16. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/16/bodad-til-stofnfundar-natturuverndarfelags-sudvest/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.