Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti heldur áfram að taka saman fyrir okkur efni úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins. Á Viðburðardagatalinu hér t.h. á síðunni getur þú fylgst með kvartil tunglsins á hverjum degi.

Apríl 2011

Dagur    Tími

01.      00- 18 blóm, 18- 24 blað
02.      01- 14 blóm, 15- 24 blað
03.      00- 24 blað
04.      00- 24 blað
05.      00- 24 ávöxtur
06.      00- 22 ávöxtur
07.      00- 24 rót
08.      00- 24 rót
09.      00- 20 rót, 21- 24 blóm
10.      00- 24 blóm
11.      00- 24 blóm
12.      02- 24 blað
13.      00- 11 blað, 12- 24 ávöxtur
14.      00- 24 ávöxtur
15.      00- 20 ávöxtur, 21- 24 rót
16.      00- 19 rót, 19- 24 óhagstætt
17.      00- 20 óhagstætt til sáningar, 20- 24 rót
18.      óhagstætt til sáningar
19.      00- 13 óhagstætt, 13- 24 blóm
20.      00- 24 blað
21.      00- 23 blað
22. og 23. óhagstæðir til sáningar
24.      00- 15 ávöxtur, 15- 24 rót
25.      00- 24 rót
26.      00- 21 rót, 22-24 blóm
27.      00- 17 blóm 18-24 ávöxtur
28.      00- 05 ávöxtur, 06- 24 blóm
29.      00- 09 blað, 10- 22 blóm
30.      00- 24 blað

Tímabilin frá 1.- 8. og 21. eftir kl. 16 til 30. apríl gott til að klippa græðlinga af trjám og runnum, 9. - 21. apríl kl. 15 hagstætt til umplöntunar, útplöntunar og til að stinga græðlingum.

Þeir tímar sem gefnir eru sem hagstæðir til sáningar eiga einnig við aðra umhirðu um gróður, svo sem illgresiseyðingu, uppskeru o.fl. Ef ekki tekst að sá á hagstæðu tímabili, td. vegna veðurs, þá er til gagns að fara með sköfu og losa jarðvegsyfirborðið næst þegar hagstætt tímabil er. Það opnar jarðveginn og gerir hann móttækilegan fyrir þau áhrif sem eru ríkjandi í alheiminum á þeirri stundu.

Einnig eru þessi tímabil hagstæð til að safna jurtum, en meira um það síðar þegar sá árstími nálgast.

Grafík: Sáðalmanak fyrir apríl, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
21. apríl 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðfinnur Jakobsson „Sáðalmanak fyrir apríl 2011“, Náttúran.is: 21. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/27/sadalmanak-fyrir-april-2011/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. mars 2011
breytt: 22. apríl 2011

Skilaboð: