Heimasíða um Kolvið opnuð
í dag var opnuð heimasíðan www.kolvidur.is. Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess að jafna útblástursmengun ökutækja sinna og vegna flugferða. Reiknilíkan á vefsíðu Kolviðar býður viðskiptavinum að leggja fé í sjóðinn sem síðan fjármagnar skógræktaraðgerðir s.s. gróðursetningu trjáa á svæðum sem hafa verið gerðir langtímasamningar um. Sjóðurinn gerir samninga við skógræktarfélög eða verktaka um gróðursetningu og umsjón með skóginum. Þetta ferli er síðan vottað og árangursvaktað af KPMG.
Við prófun á reiknilíkani Kolviðar kom í ljós að Wolkswagen Polo losar 2,745 tonn af koldíoxíði á ári miðað við 10.000 km akstur á ári og til að vega upp á móti losuninni þarf að gróðursetja 26 tré árlega eða greiða sem samsvarar 3.842 kr.
Birt:
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Heimasíða um Kolvið opnuð“, Náttúran.is: 15. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/15/heimas-um-kolvi-opnu/ [Skoðað:3. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. febrúar 2008