Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar
Fyrsta erindi vetrarins á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður flutt miðvikudaginn 29. október. Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ, ríður á vaðið með erindið „Fþllinn í Rangárvallasýslu: útbreiðsla og saga“. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á vef stofnunarinnar.
Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar og er þetta í sjöunda sinn sem það er haldið. Hrafnaþingið verður með svipuðu móti og áður, en erindi verða flutt að jafnaði annan hvern miðvikudag frá kl. 12:15–13:00. Athygli er vakin á breyttum heimkynnum Hrafnaþings, en erindin verða nú haldin í sal söngskólans Domus Vox að Laugavegi 116, 2. hæð (sjá kort).
Á dagskrá vetrarins verða 13 áhugaverð fræðsluerindi um margvíslegar rannsóknir og athuganir innan ýmissa greina náttúrufræðinnar. Erindin eru öllum opin.
Dagskrá Hrafnaþings 2008-2009:
29. okt. | Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ | ||
12. nóv. | Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur NÍ | Gróðurbreytingar við Lagarfljót 1976–2004 - Áhrif virkjunar við Lagarfoss | |
26. nóv. | Baldur Garðarsson, líffræðingur og mastersnemi í siðfræði | Náttúrusýn Jónasar Hallgrímssonar | |
17. des. | Snæbjörn Pálsson, þróunarfræðingur | Flær og firnindi - rannsókn á frumbyggjum Íslands | |
14. jan. | María B. Steinarsdóttir, náttúrufræðingur | Botnlægar krabbaflær | |
11. feb. | Sverrir Aðalsteinn Jónsson, meistaranemi í jarðfræði | Gróðurfarssaga Fljótsdalshéraðs síðustu 2000 ár (fellur niður) | |
18. feb. | Hafdís Hanna Ægisdóttir, aðstoðarverkefnisstjóri Landgræðsluskólans | Landgræðsluskólinn: tilgangur og tækifæri | |
4. mars | Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur NÍ | Vöktun tegundafjölbreytni við loftslagsbreytingar | |
18. mars | Hafdís Sturlaugsdóttir, bóndi og kortagerðarkona | Man sauður hvar gekk lamb? | |
1. apríl | Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur | Vatnalíf á háhitasvæðum | |
22. apríl | Olga Kolbrún Vilmundardóttir, landfræðingur NÍ | Þróun rofbakka og áfok úr fjörum við Blöndulón | |
6. maí | Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði | Íslenskt landslag og flokkun þess | |
27. maí | 10. bekkingar Álftanesskóla, vísindamenn framtíðarinnar | Að skila vísindamanni |
Birt:
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands „Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar“, Náttúran.is: 29. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/30/hrafnathing-natturufraeoistofnunar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. október 2008
breytt: 18. maí 2009