Fyrsta erindi vetrarins á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður flutt miðvikudaginn 29. október. Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ, ríður á vaðið með erindið „Fþllinn í Rangárvallasýslu: útbreiðsla og saga“. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á vef stofnunarinnar.

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar og er þetta í sjöunda sinn sem það er haldið. Hrafnaþingið verður með svipuðu móti og áður, en erindi verða flutt að jafnaði annan hvern miðvikudag frá kl. 12:15–13:00. Athygli er vakin á breyttum heimkynnum Hrafnaþings, en erindin verða nú haldin í sal söngskólans Domus Vox að Laugavegi 116, 2. hæð (sjá kort).

Á dagskrá vetrarins verða 13 áhugaverð fræðsluerindi um margvíslegar rannsóknir og athuganir innan ýmissa greina náttúrufræðinnar. Erindin eru öllum opin.

Dagskrá Hrafnaþings 2008-2009:

29. okt.

Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ

Fþllinn í Rangárvallasýslu, útbreiðsla og saga

 

12. nóv.

Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur NÍ Gróðurbreytingar við Lagarfljót 1976–2004 - Áhrif virkjunar við Lagarfoss  

26. nóv.

Baldur Garðarsson, líffræðingur og mastersnemi í siðfræði Náttúrusýn Jónasar Hallgrímssonar  
17. des. Snæbjörn Pálsson, þróunarfræðingur Flær og firnindi - rannsókn á frumbyggjum Íslands
14. jan. María B. Steinarsdóttir, náttúrufræðingur Botnlægar krabbaflær  
11. feb. Sverrir Aðalsteinn Jónsson, meistaranemi í jarðfræði Gróðurfarssaga Fljótsdalshéraðs síðustu 2000 ár (fellur niður)  
18. feb. Hafdís Hanna Ægisdóttir, aðstoðarverkefnisstjóri Landgræðsluskólans Landgræðsluskólinn: tilgangur og tækifæri  

4. mars

Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur NÍ Vöktun tegundafjölbreytni við loftslagsbreytingar  
18. mars

Hafdís Sturlaugsdóttir,

bóndi og kortagerðarkona

Man sauður hvar gekk lamb?  
1. apríl Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur Vatnalíf á háhitasvæðum  
22. apríl Olga Kolbrún Vilmundardóttir, landfræðingur NÍ Þróun rofbakka og áfok úr fjörum við Blöndulón  
6. maí Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði Íslenskt landslag og flokkun þess  

27. maí

10. bekkingar Álftanesskóla, vísindamenn framtíðarinnar Að skila vísindamanni  

 

Birt:
29. október 2008
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands „Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar“, Náttúran.is: 29. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/30/hrafnathing-natturufraeoistofnunar/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. október 2008
breytt: 18. maí 2009

Skilaboð: