Besta leiðin til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum er að „rækta skóg“. Hægt er að ná koltvíoxíði úr andrúmsloftinu með því að binda það í skógrækt. Með kælingu má einnig binda koltvíoxíð niður og dæla því niður í djúp jarðlög undir hafsbotninum. Einnig er mögulegt að frysta það og sökkva niður í hafið þar sem ísklumparnir leysast síðan hægt upp. Allar þessar aðferðir eru þó afar kostnaðarsamar og enn á tilraunastigi, nema skógrækt sem hver og einn getur stundað eða stutt við á annan hátt.

Birt:
19. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Skógrækt“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/skgrkt/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: