Al Gore í Háskólabíói
Baráttumaður um umhverfisvakningu, handhafi Friðarverðlauna Nóbels 2007 og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna Al Gore mun flytja fyrirlestur um hlýnun Jarðar á opnum morgunverðarfundi sem haldinn verður á vegum Glitnis og Háskóla Íslands þriðjudaginn 8. apríl og hefst fundurinn stundvíslega kl. 8:30.
Fundarstjóri verður Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Al Gore verður staddur á Íslandi dagana 7.-8. apríl í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Vegna takmarkaðs sætafjölda þurfa þeir sem hyggjast taka þátt að skrá þátttöku á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is eða með því að hringja í síma 440 4000. Sæti eru númeruð, þátttakendur þurfa að nálgast miða í útibúi Glitnis að Kirkjusandi eigi síðar en 4. apríl nk.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Al Gore í Háskólabíói“, Náttúran.is: 29. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/29/al-gore-i-haskolabioi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.