Í frétt á vef Landverndar segir að félagið sýni niðursöðum Péturs M. Jónassonar professor emeritus dr. phil hjá Kaupmannahafnarháskóla, stuðning með bréfi sem sent hefur verið til umhverfisráðherra. Pétur M. Jónasson hefur helgað ævi sinni rannsóknum á vatna jarð- og líffræði og er einn virtasti fagmaður heims á þessu sviði. Hann hefur sérstaklega helgað sig rannsóknum á Þingvallavatni og Mývatni og gefið út bækur og vísindarit um efnið. Niðurstaðan af rannsóknum Péturs hafa ótvírætt leitt í ljós að með fyrirhuguðum Gjábakkavegi, eða réttara sagt „hraðbraut“, liggi vegurinn of nálægt vatninu og muni með tíð og tíma eyðileggja hið viðkvæma lífríki vatnsins, lífríki sem er einstakt í heiminum og er á heimsminjaskrá UNESCO.Pétur sætti sig ekki við úrskurð skipulagsstofnunar frá 24. maí en stofnunin hafði þá fallist á framkvæmdir fyrirhugaðs Gjábakkavegs með skilyrðum. Pétur kærði úrskurðinn. Landvernd tekur nú opinberlega undir með Pétri og bendir á að í ljósi sérstöðu lífríkisins í Þingvallavatni beri ráðherra að hafa varúðarregluna að leiðarljósi þegar úrskurður í málinu verður kveðinn upp. Myndin er tekin yfir Þingvallavatn í læviblandinni birtu þ. 21. 08. 2007. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
14. mars 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gjábakkahraðbrautin - Pétur M. Jónasson fær stuðning frá Landvernd“, Náttúran.is: 14. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/gjabakki_pmj/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. mars 2008

Skilaboð: