Í dag kynnti Steve Jobs nýja línu í ferðavélum frá Apple. Vélanna hefur verið beðið með nokkuri eftirvæntingu þar sem sögur gengu af nýju framleiðsluferli. Vélarnar eru í húsi sem unnið er úr heilli blokk úr áli. Það léttir vélina og einfaldar framleiðsluna með minni  útblæstri á hverja framleidda tölvu. Leiðslur eru án PVC. Eins er notað gler án arseniks og kvikasilfurs auk þess sem umbúðir hafa verið nánast helmingaðar. Það gerir kleyft að senda fleiri vélar á hverju bretti og dregur þannig úr mengun vegna flutnings. Ál sem fellur til við framleiðslu er endurnýtt. Tölvurnar sjálfar er mjög endurvinnanlegar og fyrir nokkru kynnti Apple stefnu fyrirtækisins að taka á móti vélbúnaði til förgunar. Illu heilli er sú þjónusta ekki veitt hér á landi enn sem komið er.

Upplýsingar um tölvurnar

Umhverfis upplýsingar um framleiðsluna

Ljósmynd frá Apple

Birt:
14. október 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Eplið verður grænna og grænna“, Náttúran.is: 14. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/13/eplio-verour-graenna-og-graena/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. október 2008
breytt: 14. október 2008

Skilaboð: