Orku-uppreisnin hafin
Orð dagsins 28. október 2008.
Heimurinn ætti að geta verið orðinn alveg óháður jarðefnaeldsneyti árið 2090, ef marka má nýja skýrslu sem Greenpeace og Evrópuráðið um endurnýjanlega orku (EREC) kynntu í gær, undir yfirskriftinni „Energy [r]evolution“. Til þess þarf þó að koma til gríðarleg fjárfesting í orkugeiranum fram til ársins 2030. Samkvæmt skýrslunni ætti markaðshlutdeild endurnýjanlegrar orku að geta tvöfaldast fram til ársins 2030, þannig að hún verði þá komin í 30%. Hlutfallið ætti að geta verið komið í 50% fyrir árið 2050 og í 100% árið 2090 eins og fyrr segir. Í skýrslunni er bent á að velta á markaði með endurnýjanlega orku hafi nær tvöfaldast mili áranna 2006 og 2007, og að þarna liggi mikil tækifæri til atvinnusköpunar - og um leið tækifæri til að sporna við fyrirsjáanlegum samdrætti í hagkerfum heimsins.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orku-uppreisnin hafin“, Náttúran.is: 28. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/28/orku-uppreisnin-hafin/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.