Orð dagsins 28. október 2008.

Heimurinn ætti að geta verið orðinn alveg óháður jarðefnaeldsneyti árið 2090, ef marka má nýja skýrslu sem Greenpeace og Evrópuráðið um endurnýjanlega orku (EREC) kynntu í gær, undir yfirskriftinni „Energy [r]evolution“. Til þess þarf þó að koma til gríðarleg fjárfesting í orkugeiranum fram til ársins 2030. Samkvæmt skýrslunni ætti markaðshlutdeild endurnýjanlegrar orku að geta tvöfaldast fram til ársins 2030, þannig að hún verði þá komin í 30%. Hlutfallið ætti að geta verið komið í 50% fyrir árið 2050 og í 100% árið 2090 eins og fyrr segir. Í skýrslunni er bent á að velta á markaði með endurnýjanlega orku hafi nær tvöfaldast mili áranna 2006 og 2007, og að þarna liggi mikil tækifæri til atvinnusköpunar - og um leið tækifæri til að sporna við fyrirsjáanlegum samdrætti í hagkerfum heimsins.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
28. október 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orku-uppreisnin hafin“, Náttúran.is: 28. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/28/orku-uppreisnin-hafin/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: