Brekkukot hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs 2005
Gisti- og heilsuheimilið Brekkukot á Sólheimum í Grímsnesi hlaut ný verið umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs. Alls bárust sjö tilnefningar og varð Brekkukot hlutskarpast að þessu sinni. Verðlaunin voru afhent á Ferðamálaráðstefnunni á Hótel Sögu þann 28.10.2005. Brekkukot er sjálfstætt starfandi fyrirtæki og var stofnað árið 1997 en er hluti af samfélaginu á Sólheimum í Grímsnesi sem hefur í áratugi verið í fararbroddi í lífrænni ræktun og umhverfismálum á Íslandi. Brekkukot er opið árið um kring. Í boði er gisting í tveimur húsum Brekkukoti og Veghúsum samtals 33 rúm. Allir gestir hafa aðgang að útisundlaug og heitum potti. Í Brekkukoti eru 3 tveggja manna og 7 eins manns herbergi ásamt íbúð með 4 rúmum baðherbergi og eldhúskrók. Rúmgóð eldunaraðstaða auk vistlegrar sjónvarpsstofu og sólstofu, en snyrtingar eru sameiginlegar.
Náttúran óskar Brekkukoti til hamingju með verðlaunin.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Brekkukot hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs 2005“, Náttúran.is: 30. október 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/brekkukot_umhverfsverdl/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 28. maí 2010