Sesseljuhús umhverfissetur, Landbúnaðarháskóli Íslands og Skipulagsfræðingarfélag Íslands bjóða til sýningar í Sesseljuhúsi Sólheimum laugardaginn 5.júní kl 14:00. Sýningin er lokahnykkurinn á valnámskeiði M.s. námi í skipulagsfræði.

Í námskeiðinu rannsökuðu nemendur sjálfbært skipulag sem tæki til að stuðla að umhverfisvænna og sjálfbærar manngerðu umhverfi. Niðurstöður rannsóknanna eru settar fram á myndrænan hátt á veggspjöldum.

Nemendur í námskeiðinu eru: Ásdís Reykdal Jónsdóttir, Berglind Ragnarsdottir, Bjarki Þórir Valberg, Drífa Gústafsdóttir, Edda Ívarsdóttir, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir 0g Sólveig Helga Jóhannsdóttir.

Sýningin er opin í allt sumar og er opin öllum og aðgangur er ókeypis

Birt:
3. júní 2010
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Kristín Pétursdóttir „Sýningin Sjálfbær byggð – Skipulag – Hönnun opnar í Sesseljuhúsi á laugardaginn“, Náttúran.is: 3. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/03/syningin-sjalfbaer-byggd-skipulag-honnun-opnar-i-s/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. nóvember 2011

Skilaboð: