Þrjár af hverjum fjórum bílferðum á Íslandi eru styttri en þrír kílómetrar. Það er best að aka sem minnst. Notaðu reiðhjól til þess að fara í lengri ferðir. Leyfðu börnunum að hjóla í skólann. Sniðugt er að kaupa línuskauta og/eða reiðhjól handa fjölskyldunni þannig að minna þurfi að fara stuttar vegalengdir á bíl. Sniðugt er að ræða við aðra foreldra um að skutla krökkunum til skiptis. Taktu strætó eða rútu þegar sá kostur bþðst. Forðastu að aka á annatíma. Notaðu netið til að versla og stunda bankaviðskipti.

Námskeið í vistakstri kosta ekki mikið og margborga sig á mjög stuttum tíma. Eldsneytissparnaður er á bilinu 6-15%. Mestur í byrjun en minnkar síðan. Þeir sem eru alltaf meðvitaðir um aksturslag eru að spara 15% meðan þeir sem hafa farið á námskeið og ”gleyma” sér stundum eru að spara þetta um 6% Bíll sem eyðir um 10 á hundraði og er keyrður 15.000 km er því að eyða um 1.500 lítrum á ári. 15% sparnaður er 225 lítrar.

Sjá meira um vistakstur á vistakstur.is.
Landvernd mun einnig standa fyrir vistakstursnámskeiðum með vistaksturshermum nú í haust
.

Myndin er af einum af litlu bílunum hans Ómars Ragnarssonar.Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
17. júlí 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Vistakstur“, Náttúran.is: 17. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2007/03/27// [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. mars 2007
breytt: 2. október 2008

Skilaboð: