Björk, Sigur Rós, Ólöf Arnalds, Ghost Digital og Finnbogi Pétursson koma fram á útitónleikum í Laugardal í kvöld. Tónleikarnir hefjast í brekkunni fyrir ofan Þvottalugarnar kl. 17:00 og standa til kl. 22:30 Listamennirnir vilja með þeim vekja athygli á náttúru Íslands og náttúruvænum atvinnugreinum.

Tónleikahaldarar treysta því að umhverfisvænir tónleikagestir sýni vistvernd í verki og gangi vel um svæðið. Náttúruverndarsamtök og nokkur fyrirtæki með vistæna framleiðslu og umhverfisáherslur í starfi sínu kynna sína starfsemi í hvítum tjöldum á tónleikasvæðinu. Náttúran.is verður á svæðinu og gefur tónleikagestum góð ráð.

Vefur að nafni nattura.info mun síðan verða opnaður samhliða tónleikunum.
Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á mbl.is//nattura.

Birt:
28. júní 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrutónleikarnir eru í kvöld“, Náttúran.is: 28. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/28/natturu-tonleikarnir-eru-i-kvold/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. maí 2011

Skilaboð: