Nýlega var kynnt nýtt merki Umhverfisstofnunar sem auglýsingastofan Fíton hefur hannað fyrir stofnunina. Með nýjum forstjóra og nýjum áherslum má eiga von á að stofnunin anni hlutverki sínu enn betur en verið hefur undanfarin ár, á meðan að hún var í barnsskónum. Forstjóraskipti hafa verið ör en á skömmum tíma hefur í tvígang verið ný mannað í stól forstjóra. Nýr forsjóri stofnunarinnar er Kristín Linda Árnadóttir.

Matvælamál hafa verið færð frá Umhverfisstofnun (UST) og falla nú undir Matvælastofnun (MAST) sem er nýtt heiti á ný uppstokkaðri Landbúnaðarstofnun sem tók til starfa fyrir tveim árum síðan. Ný merki, ný nöfn og nýjar skilgreiningar á starfssviði og hverjir skuli vera ábyrgðaraðilar og hvernig beri að skilgreina, aðgreina og flokka einkenna stjórn þessara mála á undanförnum árum og eiga án efa enn eftir að breytast eftir því sem reynslan leiðir í ljós hvað virkar og hvað ekki. Þessar umbreytingar eiga ekki eingöngu með pólitík að gera, þó að pólitískar ákvarðanir séu að sjálfsögðu stór áhrifavaldur, heldur er í raun það mikið að gerast á alþjóðavísu í þessum málaflokkum og Evrópulöggjöfin setur fram regluumgjörð (sem einnig er í stöðugri þróun) sem að íslensk löggjöf verður síðan að aðlagast. Það er því ekki mögulegt að hlutirnir haldist óbreyttir en vonandi leiða breytingarnar ætíð til betri þjónustu við málstaðinn og neytendurna sem stofnanirnar hljóta alltaf að vera að þjóna.

Sjá ársskýrslu Umhverfisstofnunar.og kynning forstjóra á nýju skipuriti á ársfundi Umhverfisstofnunar þann 4. apríl sl.

Sjá skipuritið:

Umhverfisstofnun er nú skipt í 2 fagsvið og 3 stoðsvið. Sviðin eru: svið umhverfisgæða, svið náttúruauðlinda, svið fræðslu- og upplýsinga, svið laga og stjórnsýslu og svið fjármála og rekstur.

Birt:
15. apríl 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýtt merki og skipurit Umhverfisstofnunar“, Náttúran.is: 15. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/15/nytt-merki-og-skipurit-umhverfisstofnunar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: