Japan telur árið 2005 „sanngjarna“ viðmiðun fyrir nýjan Kýótó-samning
Japan telur að árið 2005 væri „sanngjarnt“ grunnár til að reikna út frá samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda í samningi sem tæki við af Kýótó-samningnum, að því er Reuters hefur eftir háttsettum embættismanni þar í landi.
Japan hefur hafnað því að halda árinu 1990 sem viðmiðunarári fyrir niðurskurð útblásturs í samningi sem tæki við eftir að Kýótó-samningurinn fellur úr gildi árið 2012. Japan telur að árið 1990 væri ósanngjarnt gagnvart japönskum iðnaði sem hafi fjárfest í orkusparandi tækni fyrir tveimur áratugum.
Í frétt Reuters kemur fram að Evrópusambandið mundi líklega mótmæla breytingum á grunnári, en sambandið hafi viljað ná útblæstri árið 2020 niður um 20% frá því sem hann var árið 1990.
Um 190 þjóðir samþykktu í Balí í fyrra að fara í tveggja ára samningaviðræður til að finna framhald á Kýótó-samningnum.
Birt:
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Japan telur árið 2005 „sanngjarna“ viðmiðun fyrir nýjan Kýótó-samning“, Náttúran.is: 25. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/25/japan-telur-ario-2005-sanngjarna-viomioun-fyrir-ny/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.