Hvað á að flokka
Allar vefnaðarvörur, t.d. fullorðinsfatnað, barnafatnað, yfirhafnir, gluggatjöld og áklæði, teppi og handklæði.

Hvernig á að skila
Föt og klæði þurfa að vera hrein, þurr og pökkuð í lokaðan plastpoka.
 
Hvert á að skila
Á endurvinnslustöðvar í gáma merkta Rauða krossi Íslands.

Hvað verður um fatnað og klæði
Föt og klæði sem skilað er á endurvinnslustöðvar nýtast til hjálparstarfs á vegum Rauða kross Íslands. Þau eru að hluta til notuð innanlands. Þá eru þau fyrst flokkuð af sjálfboðaliðum og því næst gefin á meðferðastofnanir, til flóttamanna, í fangelsi, í neyðarmóttöku og þeim sem minna hafa á milli handanna. Einnig eru föt seld í búðinni L12 (Laugavegi 12) sem er rekin af Rauða krossinum.
Í sumum tilfellum eru föt send beint til vinadeilda erlendis sem koma þeim áfram til þeirra sem á þurfa að halda. Einnig er hluti þeirra seldur til fataflokkunarstöðvar í Hollandi. Þar er klæðið flokkað eftir nýtingarmöguleikum þess og t.d. selt á markaði. Slitið klæði er hinsvegar endurunnið og úr því framleiddar tuskur og teppi svo eitthvað sé nefnt.

Allur ágóði af sölu á notuðum fatnaði rennur í hjálparsjóð sem notaður er til alþjóðlegs hjálparstarfs.  
Birt:
28. mars 2007
Höfundur:
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
NA „Föt og klæði“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. apríl 2007

Skilaboð: