Venjulegur bíll losar krabbameinsvaldandi efni út um púströrið. Á meðal þeirra eru efni eins og tólúen, bensen, formaldehýð og PAH-efni. Það er því afar óhollt að anda því að sér sem frá bílnum kemur. Um er að ræða svipaða samsetningu efna og er í tóbaksreyk. Hægt er að velja bíla sem losa minna af eiturefnum og eyða minna t.a.m. tvinnbíla og metanbíla. Rafmagnsbílar eru mun umhverfisvænni en flestir þeir bílar sem keyra um götur heimsins í dag.

Birt:
18. apríl 2010
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Útblástur“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/tblstur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: