Hvernig á að flokka?

  1. Gra
  2. Trjágreinar
  3. Annað, s.s. blómaafskurður, illgresi, þökuafgangar eða þökuafskurður

Ofangreindu skal haldið aðskildu.

Hvað fer ekki í þennan flokk?

Grjót og jarðvegur er flokkaður frá garðaúrgangi.

Hvað er gert við hráefnið?

Molta er úrvals áburður eða bætiefni í beðin og á grasflötina. Mikilvægt er að aðskilja trjágreinar frá grasi og blómaafskurði við flokkun á garðaúrgangi vegna þess að trjágreinarnar eru kurlaðar við moltuframleiðsluna. Trjágreinum (einum og hálfum hluta) og grasi (tveimur hlutum) er blandað saman og látið brotna niður í múgum. Múgunum er snúið reglulega svo hitastigið í þeim haldist um 60° því þannig næst bestur árangur. Moltu framleiðslan tekur um tíu vikur.

Birt:
28. mars 2007
Höfundur:
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
NA „Garðaúrgangur“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. október 2008

Skilaboð: