Norðurlönd eiga alla möguleika á því að ná forystu í heiminum á sviði sjálfbærrar orkunýtingar. Sameiginleg árhersla á umhverfistækni og sjálfbæra orku veitir einnig mikla möguleika á hagvexti. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi norrænu forsætisráherranna á fimmtudag.

Forsætisráðherrarnir sátu norrænt hnattvæðingarþing á Íslandi 26.-27. febrúar. Umræður á þinginu, sem nú var haldið í annað sinn, leiddu í ljós ljós að þrátt fyrir fjármálakreppu eru tækifæri til framýróunar, ekki síst á sviði loftslags- og orkumála.

Bent var á að vistvænn vöxtur veiti mikla möguleika, eins og kom fram í Norrænu hnattvæðingarvoginni. Hún metur styrk og veikleika Norðurlanda í hnattvæddum heimi. Í henni er m.a. bent á að samræma þurfi reglur á mikilvægum sviðum, t.d. hvað varðar stuðning við notkun lífefnaeldsneytis.

Í tengslum við hnattvæðingarþingið var þtt úr vör umfangsmiklu öndvegisrannsóknaverkefni með áherslu á nýsköpun, loftslagsmál og orkumál, sem á að vekja athygli á góðri stöðu Norðurlanda á sviði loftslags- og orkutækni.

- Þetta er metnaðarfullt verkefni með mikla möguleika. Það er afar mikilvægt að við vinnum saman, segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Á hnattvæðingarþinginu í Bláa lóninu voru allir forsætisráðherrar Norðurlanda og aðrir ráðherrar auk fulltrúa atvinnulífsins, fjölmiðla, borgarasamtaka, vísindaheimsins og stjórnmála, alls um 200 manns. Á þinginu var aðallega fjallað um alþjóðlegu fjármálakreppuna og nýjungar í loftslags- og orkustefnu.

Á þinginu var lögð áhersla á mikilvægi þess að Norðurlönd vinni gegn haftastefnu og að frjáls verslun milli opinna hagkerfa haldi áfram, þrátt fyrir erfiða tíma. Auk alþjóðlegra aðgerða til að milda afleiðingar fjármála-kreppunnar er nauðsynlegt að endurskoða leikreglur alþjóðlega fjármála-markaðarins til þess að koma í veg fyrir að fjármálakreppan sem nú geysar endurtaki sig.

Fyrsta norræna hnattvæðingarþingið var haldið í Riksgränsan í Svíþjóð í fyrra. Hugmyndin að baki þessu árlega þingi er ósk forsætisráðherranna um að ræða viðfangsefni og tækifæri hnattvæðingarinnar frá sjónarhóli Norðurlanda. Þingið á að vera ráðgefandi fyrir norrænu forsætisráðherrana og norrænt samstarf í heild sinni.

Sjá meira um hnattvæðingaráherslur Norðurlanda.

Mynd: Forsætisráðherrar Norðurlanda, landsstjórnarformenn og Kenneth S. Rogoff, aðalfyrirlesari

Birt:
4. mars 2009
Tilvitnun:
Forsætisráðuneytið „Vel heppnað hnattvæðingarþing að baki“, Náttúran.is: 4. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/08/vel-heppnao-hnattvaeoingarthing-ao-baki/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. mars 2009

Skilaboð: