Fátt er skemmtilegra en að fara í tjaldútilegu og njóta náttúrunnar beint í æð í góðra vina hópi. Á Íslandi má tjalda við aðalvegi og á óræktuðu landi yfir nótt. Á ræktuðu landi í einkaeign þarf leyfi. Ef tjöldin eru fleiri en 3 þarf leyfi, einnig ef tjalda á í fleiri en 3 nætur.
Að jafnaði er leyfilegt að tjalda við vegi utan hins almenna vegakerfis. Um allt land eru einnig sérstök tjaldsvæði með góðum aðbúnaði sem að þægilegt er að nýta sér. Mundu að skila svæðinu eins og þú komst að því. Grafík: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
9. maí 2008
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Tjaldútilega“, Náttúran.is: 9. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/09/tjaldutilega/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: