Varðliðar umhverfisins
Í gær var 5 grunnskólum veitt viðurkenningin „Varðliðar umhverfisins“ á degi umhverfisins sem haldin var hátíðlegur í gær. Þeir grunnskólar sem hlutu viðurkenninguna voru Grunnskóli Tálknafjarðar fyrir umhverfissáttmála, Foldaskóli fyrir ljósmyndaverkefni sem fjallaði um mengun og sorphirðu, bekkur 53 í Hólabrekkuskóla fyrir verkefnið ruslpóstur, 9. bekkur Álftamýraskóla fyrir verkefnið „Við eigum aðeins eina jörð“ og Lýsuhólsskóli fyrir stikun gönguleiða um Kambsskarð og „virkjun Stubbalækjar“. Það var umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz sem veitti viðurkenninguna.
Myndin er af ungum „varðliða“ við kynningarstand Náttúrunnar í Kringlunni.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
26. apríl 2007
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Varðliðar umhverfisins“, Náttúran.is: 26. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/26/varliar-umhverfisins/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. maí 2007