Uppþvottavélin notar mest af orkunni til þess að hita upp vatn. Umhverfisvænstu uppþvottavélarnar nota helmingi minna af vatni en þær vélar sem nota mest af vatni. Þrátt fyrir orkueyðslu uppþvottavélarinnar er í flestum tilfellum umhverfisvænna að nota uppþvottavél en að þvo upp.

Þú eyðir miklu meira magni af heitu og köldu vatni ef þú vaskar upp handvirkt. Auðvitað má þó segja að ef að sparlega er farið með vatn við handuppvask þurfi ekki að koma til mikillar vatnssóunar auk þess sem að orkan kemur alveg frá uppvaskaranum sjálfum. Með öll rafmagnstæki gildir að það margborgar sig að kaupa tæki sem er á skala A, A+ eða A++ evrópska orkumerkisins eða er merkt orkunotkun á annan sambærilegan hátt t.d. Energy Star eða GEEA .

  • Best þykir að nota stóra uppþvottavél og þvo eins mikið í einu og hægt er.
  • Hægt er að þvo potta og stóra hluti í höndunum til að spara pláss í uppþvottavélinni.
  • Nota skal stysta þvottakerfið og ekki hita upp vatnið meira en nauðsyn krefur.
  • Best er að kaupa vatnssparandi uppþvottavélar. Þá er minna vatn hitað upp sem krefst minni orkunotkunar.
  • Það sem þarf að þvo upp í höndum á ekki að þvo undir rennandi vatni. Betra er að fylla vaskinn að vatni og þvo þannig upp.
  • Munið að nota umhverfisvænt þvottaduft, þvottalög eða töflur.

Sjá fleiri góð ráð með því að smella á hina ýmsu hluti í eldhúsinu, á myndinni hér fyrir ofan.

Birt:
14. mars 2011
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Uppþvottavélin - góð ráð úr eldhúsinu“, Náttúran.is: 14. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2008/10/29/uppthvottavelin-gott-rao-ur-eldhusinu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. október 2008
breytt: 14. mars 2011

Skilaboð: