Boðað til grænnar samdrykkju - Green Drinks Reykjavík
Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið sér starfsvettvang innan umhverfistengdra fyrirtækja, samtaka með þátttöku á samdrykkju með grændrykkjufélögum um allan heim.
Hist verður í Cookie kaffihúsinu Týsgötu 8 og byrjar kll 18:30. Allir velkomnir. Áformað er að halda Green Drinks hittinga mánaðarlega héðan í frá. Fyrstu grændrykkjarsamsetan voru haldin í Reykjavík tvisvar sinnum árið 2009. Sjá frétt um fyrstu og aðra samsetu og grein um heimsókn Margaret Lydecker stofnanda Green Drinks NYC til Íslands.
Sjá facebooksíðu Green Drinks Reykjavík.
greendrinks.reykjavik@gmail.com.
Sjá alþjóðlegan vef Green Drinks.
Fjöldi skemmtilegra merkja og myndefnis hefur verið unnið til að vekja athygli á Grænum drykkjum um allan heim. Mynd: Merki Green Drinks Reykjavík.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Boðað til grænnar samdrykkju - Green Drinks Reykjavík“, Náttúran.is: 20. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/20/bodad-til-graennar-samdrykkju/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.