Bláber vigtuðEngin suða, ekkert vesen!

Hráberjasultan geymist ekki eins lengi og soðin og í sótthreinsaðar krukkur lögð sulta en ef ekki á að sulta fyrir allan veturinn heldur gleðjast yfir ferskri uppskeru í nokkra daga, dugir þessi uppskrift vel til:

500 g hrásykur
1 kg bláber
Hrásykrinum er stráð yfir berin í skál og látin liggja í smátíma, hrært varlega í af og til þangað til að sykurinn hefur sogað til sína nóg af safanum í berjunum til að útlitið sé sultulegt. Tilbúið!

Mynd: Bláber vigtuð, ljósm.Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
8. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hráberjasulta“, Náttúran.is: 8. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2008/08/11/hraberjasulta/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. ágúst 2008
breytt: 8. ágúst 2014

Skilaboð: