Grænn apríl á blússandi siglingu
Upphaf Græns apríls var markað í Ráðhúsi Reykjavíkur þ. 1. apríl sl. er Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, klippti á borðann, Edda Björgvins flutti fjallkonuræðu um umhverfið og okkur og Óli rappar tók frumsamið lag um Grænan apríl.
En aprílinn græni er rétt að byrja og sífellt bætast við nýir þátttakendur. Enn er hægt að gerast Grænjaxl og/eða þátttakandi með því að skrá sig á www.graennapril.is en takmark verkefnisins er einmitt að vekja athygli á því sem að „þú“ og „þitt“ fyrirtæki eða stofnun eruð að gera!
Ljósmynd: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra klippir á borða Græns apríls, ljósm. Maríanna Friðjónsdóttir.
Birt:
5. apríl 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænn apríl á blússandi siglingu“, Náttúran.is: 5. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/05/graenn-april-blussandi-siglingu/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.