Gróa Valgerður Ingimundardóttir, líffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi um vorblóm á næsta Hrafnaþingi sem verður í Möguleikhúsinu miðvikudaginn 16. apríl.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá mismunandi tegundum vorblóma í flóru Íslands og aðferðum við að greina þær. Ættkvísl vorblóma (Draba L.) er afar snúin frá flokkunarfræðilegu sjónarhorni. Hér á landi hafa helst Draba incana L., D. norvegica Gunn., D. nivalis Liljebl., D. alpina L., D. fladnizensis Wulf., D. daurica DC., D. lactea og D. cinerea Adams verið taldar til flóru landsins. Tegundalistinn er þó all breytilegur á milli heimilda og mun að líkindum halda því áfram í nokkurn tíma þar sem nýjar rannsóknir með nýrri tækni og aukinni vinnu, geta vart annað en haldið áfram að greiða úr þeim flækjum sem finnast meðal þessa hóps.

Sjá nánar á vef NÍ
.

Náttúrufræðistofnun Íslands þakkar góða aðsókn að Hrafnaþingsfyrirlestrum í vetur og vonast til að sjá ykkur aftur í haust en fyrirlestur Gróu er sá síðasti á vetrardagskránni. Gleðilegt sumar!

Myndin er af héluvorblómi. Ljósmynd: Hörður Kristinsson.
Birt:
14. apríl 2008
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands „Vorblóm á Íslandi“, Náttúran.is: 14. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/14/vorblom-islandi/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: