Ókeypis ráð fyrir konur og menn til að hreinsa til í heiminum
Nú þegar að áhrif loftslagsbreytinga eru gersamlega augljós er „grænt“ hitt og þetta og að lifa umhverfisvænna lífi orðið einskonar tískufyrirbrigði.
Um allan heim spretta upp aðilar og fyrirtæki sem sjá sér leik á borði og „selja“ upplýsingar um hvernig hægt er að lifa umhverfisvænna lífi. Boðið er upp á bækur og styttri og lengri námskeið fyrir heimilið, svo eitthvað sé nefnt. Þó má segja að það sé í raun nóg úrval af ókeypis lausnum sem allir geta sótt sér sem vilja fræðast um þessi mál.
Þegar kemur að fyrirtækjunum þá er þó oftast nauðsynlegt að kalla til umhverfisfræðing sem kann að reikna út hve mikill sparnaður verður af innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis eða aðferða og getur þjálfað starfsfólk í að fylgja umhverfisstefnu fyrirtækisins eftir. Þeim þarf að sjálfsögðu að borga fyrir sína vinnu.
Vistvernd í verki er ókeypis hópvinnukerfii fyrir fjölskyldur til að læra að lifa umhverfisvænna lífi. Að taka þátt í Vistvernd í verki felst í því að fjölskyldur hittast með reglulegu millibili og læra hver af annarri eftir stöðluðu kerfi GAP (Global Aciton Plan). Allir geta tekið þátt á sínum eigin forsendum. Sjá nánar á vef Vistverndar í verki.
Náttúran.is var einmitt stofnuð til þess að koma upplýsingum um hvernig hægt er að lifa umhverfisvænna lífi ókeypis á framfæri til almennings eftir þeirri hugmyndafræði að markaðurinn og stjórnvöld taki þátt í kostnaðinum enda sé ávinningurinn ekki sýst þeirra.
Hér á vefnum getur þú fengið góð ráð um allt sem tengist heimilinu í þættinum Húsið og umhverfið og leitað að þjónustuaðilum og hugtökum á Grænum síðum og grænu kostunum á landinu á Græna Íslandskortinu.
Ef að þú finnur ekki eitthvað af því sem þú leitar eða finnst eitthvað vera óljóst eða þurfa betra aðgengi eða úskýringar þá láttu okkur endilega vita því vefurinn á að vaxa og dafna í samvinnu við þig. Hringdu í síma 483 1500 eða sendu okkur tölvupóst á nature@nature.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ókeypis ráð fyrir konur og menn til að hreinsa til í heiminum“, Náttúran.is: 25. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2009/09/08/okeypis-rao-fyrir-konur-og-menn-ao-hreinsa-til-i-h/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. september 2009
breytt: 25. febrúar 2011