Á undanförnum mánuðum hefur hópur fólks á Facebook síðu, sem stofnuð var til að kanna áhuga á því að stofna samtök lífrænna neytenda, farið sívaxandi. Ljóst er að mikill áhugi er á að stofna formleg samtök eða hreyfingu sem að vinna mun að því að efla allt sem viðkemur lífrænni ræktun, framleiðslu og neyslu út frá sjónarhóli neytandans.

Í síðustu viku hittist síðan harður kjarni áhugamanna og kvenna um lífrænar áherslur á óformlegum fundi og ákveðið var að halda stofnfund þar sem öllum væri boðið að koma að til að móta hreyfinguna og taka þátt í starfi hennar. Tilgangur samtakanna verði í stórum dráttum sú að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu vottaðra lífrænna vara á Íslandi með hagsmuni neytenda, búfénaðar og umhverfisins að leiðarljósi.

Stofnfundurinn verður haldinn á Bolludaginn, þ. 7.mars nk. kl. 19:30 - 21:30 í Norræna húsinu. Dagskráin verður auglýst síðar en Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og Náttúruvísindasviðs HÍ mun flytja erindi um „Mat og heilsu í iðnvæddum heimi“ og boðið verður upp á lífrænt vottaðar veitingar og upplýsingar veittar um lífrænan landbúnað og framleiðsluaðferðir.

Sjá nánar um fyrirhuguð samtök á facebooksíðu Samtaka lífrænna neytenda.

Grafík: Eldhúsið og lífræn vottunarmerki.

Birt:
18. febrúar 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samtök lífrænna neytenda í burðarliðnum“, Náttúran.is: 18. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/18/samtok-lifraenna-neytenda-i-burdarlidnum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 19. febrúar 2011

Skilaboð: