Sjálfboðaliðar aðstoða Náttúruna við flokkun og dreifingu góðra ráða
Á undanförnum dögum hafa átta sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum unnið fyrir Náttúruna að því að sortera „Náttúruspil - 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í stokka og kassa til dreifingar en Náttúran.is mun út aprílmánuð dreifa hundruðum þúsunda góðra og grænna ráða í Reykjavík og á landsbyggðinni í tilefni Græns apríls.
Frá og með föstudeginum 8. apríl erum við með bækistöð í upplýsingamiðstöð Reykjavíkurborgar í Geysishúsinu þaðan sem sjálfboðaliðarnir munu halda áfram að vinna gott starf fyrir Náttúruna og dreifa góðu ráðunum um allan bæ. Þeir sem vilja geta einnig komið við í Geysishúsinu og fengið Grænt Reykjavíkurkort eða stokk af góðum ráðum sem fást ókeypis út mánuðinn.
Ljósmyndir: Sjálfboðaliðar SEEDS að störfum fyrir Náttúruna í bækistöðvum vefsins í Breiðahvammi í Ölfusi, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir. Málverkin í bakgrunni eru eftir Guðrúnu A. Tryggvadóttur, verkin í bílskúrnum eru enn í vinnslu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sjálfboðaliðar aðstoða Náttúruna við flokkun og dreifingu góðra ráða“, Náttúran.is: 8. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/08/sjalfbodalidar-adstoda-natturuna-vid-flokkun-og-dr/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. apríl 2011