Náttúruverndarfélagaflóran íslenska
-
Umhverfisverndarsamtök á Íslandi:
- Umhverfisverndarsamtök í víðum skilningi, náttúruvernd er hér einn undirflokkur – einbeitir sér að miklu leyti að fræðslu.
- Gegnir einnig hlutverkum sem ættu að vera fjármögnuð alfarið af ríkinu (s.s. utanumhald verkefnanna Vistvernd í verki, Grænfánann og Bláfánann) en njóta einungis takmarkaðra styrkja þaðan. Þurfa að fara betlileiðina til fyrirtækja og stofnana til að halda nokkrum starfsmönnum á launum.
- Sinna tímabundnum ríkisverkefnum s.s. Rammaáætlun og sitja í nefndum og vinnuhópum og skila ályktunum um fjölmörg mál sem snúa að náttúru og umhverfi.
Náttúruverndarsamtök - hafa náttúruvernd og umhverfismál að aðalmarkmiði:
NSÍ-Náttúruverndarsamtök Íslands2),
- Starfar um allt land en einnig í víðtæku alþjóðlegu samstarfi.
- Náttúruvernd bæði íslensk og á alþjóðlegum grunni, svo sem loftslagsmál – Samviska Íslands í Kþóto.
Landshlutasamtök um Náttúruvernd:
NSS-Náttúruverndarsamtök Suðurlands3),
NV-Náttúruverndarsamtök Vesturlands4),
NAUST-Náttúruverndarsamtök Austurlands5),
SUNN-Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi6).
- Starfa að ýmsum verkefnum innan sinna svæða.
- Berjast gegn/fyrir staðbundnum verkefnum.
- Oft í samstarfi við “stóru” félögin.
Náttúruverndar- og grasrótarsamtök – stofnuð um ákveðinn atburð eða afmörkuð málefni:
Náttúruvaktin7)
- Stofnuð í undirbúningi Hálendisgöngunnar gegn Kárahnjúkavirkjun.
- Berjast fyrir verndun hálendis Íslands og virkara lýðræði.
- Reka öflugan póstlista og vef.
- Hafa staðið fyrir fjölda mótmæla, hugvekja, hvatningafunda og uppákoma.
- Grasrótarsamtök á landsvísu – vllja efla samstarf við íslensk og erlend náttúruverndarfélög.
- Berjast fyrir verndun hálendis Íslands og annarra “óspilltra svæða”.
- Hafa staðið fyrir fjölda mótmæla, hugvekja, hvatningafunda og uppákoma.
- Róttæk samtök sem starfa einnig á alþjóðlegum vettvangi.
- Samtökin berjast gegn stóriðjustefnunni með fókus á Ísland.
- Hafa staðið fyrir fjölda róttækra mótmæla, staðið að ráðstefnum og uppákomum sem vakið hafa mikla athtygli.
- Leggur áhersla á aðra atvinnuuppbyggingu en stóriðju og er þrýstiafl um endurskoðun stóriðjustefnunnar.
- Stundar öflugt starf sem hefði getað orðið að stjórnmálaafli fyrir Alþingiskosningarnar 2007 en Íslandshreyfingin spratt að hluta til úr þeim hópi Framtíðarlandsmanna sem að vildu að Framtíðarlandið yrði afl í íslenskum stjórnmálum.
- Rekur öflugan vef og samskiptavettvang.
Áhugahópur um verndun Þjórsárvera12),
Sól í Straumi13),
Sól á Suðurlandi14),
Sól á Suðurnesjum15),
Sól í Flóa16),
Félag um verndun hálendis Austurlands17),
Áhugahópur um verndun jökulsánna í Skagafirði18),
Varmársamtökin19),
- Berjast fyrir ákveðnum málefnum en með umhverfis/náttúruvernd að markmiði.
- Berjast gegn afmörkuðum stóriðjuverkefnum/álvers- og virkjanaframkvæmdum.
- Berjast fyrir verndun ákveðinna svæða gegn eyðileggingu af völdum virkjana/stóriðju.
1)Landvernd byggði upp Pokasjóð á sínum tíma, sem síðan var tekinn af þeim og fær félagið nú varla úthlutanir úr sjóðnum. Margir félagar yfirgáfu Landvernd í Kárahnjúkabaráttunni og skildu félagið eftir fjárvana. Tæplega 50 frjáls félagasamtök standa að baki Landverndar og teljast þau því vera einskonar regnhlífasamtök. 300 einstaklingar eru skráðir í félagið.
2)Náttúruverndarsamtök Íslands og landshlutafélögin fá smástyrki árlega frá Umhverfisráðuneytinu. 1350 skráðir félagar í NSÍ.
3)Stofnað 1970
4)Stofnuð 4. maí 1974. 200-250 skráðir félagar í NV.
5) Stofnuð 13.október 1970.
6) Stofnuð 1970.
7) Stofnuð í febrúar 2003.
8) Íslandsvinir er ekki félag sem slíkt, enda eiga allir að geta verið „Íslandsvinir“. Þar af leiðandi eru heldur engir skráðir félagar.
9) Samnefndur vefur stofnaður 2004.Samtökin hafa vaxið upp úr öflugu starfi vefsins á alþjóðavettvangi.
10)Framtíðarlandið var stofnað þ. 17. júní 2006. Skráðir félagar í maí 2006 voru 2.572.
11) Stofnað gegn álverinu á Grundartanga.
12) Stofnað í maí 2001 gegn yfirvofandi eyðileggingu Þjórsárvera.
13)Stofnuð 2006 í aðdraganda kosninganna í Hafnarfirð um stækkun álversins í Straumsvík.
14) Grasrótarsamtök stofnuð af unnendum Þjórsár 2007.
15) Grasrótarsamtök stofnuð 2007 til að berjast gegn fyrirhuguðu álveri í Helguvík.
16)Grasrótarsamtök stofnuð 2007 af unnendum Þjórsár, gegn áformum um Urriðafossvirkjun
17) Stofnuð til að stuðla að verndun Eyjabakka.
18)Stofnaður 2006.
19)Stofnuð 8. maí 2006 gegn hraðbraut við Álafosskvísl.
Allar viðbótarupplýsingar eru vel þegnar, t.d. í „Leggðu orð í belg“.
Athugið að hér eru aðeins talin upp helstu umhvefis- og náttúruverndarsamtök og hópa en ekki náttúrufræðihópar, dýraverndarsamtök, skógræktar-, landgræðslu eða málefnasamtök sem hafa aðrar áherslur þó að þær megi snerta umhverfismál á einhvern hátt.
Birt:
Tilvitnun:
Ásta Þorleifsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir „Náttúruverndarfélagaflóran íslenska“, Náttúran.is: 29. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/natflora/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 9. janúar 2008