gröf af skjálftum Í dag hófst enn ein hrina skjálfta norðan Vatnajökuls. Hrina þessi er austar en fyrri hrinur sem verið hafa við Upptyppinga. Skjálftarnir eru á talsverðu dýpi og frekar litlir en eru taldir benda til hreyfingar kviku. En á þessu svæði eru flekaskil. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur sagt um þessar hræringar að þær geti mögulega leitt til goss á svæðinu og þá jafnvel dyngjugoss sem mundi þá standa lengi yfir. Fyljast má með upplýsingum á vef veðurstofunnar. En þar birtast sjálfvirkar mælingar settar fram með greinargóðum hætti.

Mynd. Samsett úr gögnum Veðurstofu Íslands, Einar Bergmundur.

Birt:
2. mars 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Enn skelfur jörð norðan Vatnajökuls“, Náttúran.is: 2. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/02/enn-skelfur-noroan-vatnajokuls/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: