Peysan mín - nýjung í markaðssetningu á lopapeysum
Peysanmin.com er nýtt vefsetur þar sem háskólanemar hafa látið hugmynd, sem fæddist við vinnu skólaverkefnis, verða að veruleika. Hugmyndin er sú að hver og einn geti látið prjóna á sig lopapeysu í óskalitunum, með óskamynstrinu og í nákvæmlega réttri stærð.
Þetta er ein af góðu hugmyndunum, svo eðlileg virðist hugmyndin vera að maður furðar sig á því að engum hafi dottið þetta í hug og látið verða af útfærslunni fyrr.
Birt:
20. apríl 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Peysan mín - nýjung í markaðssetningu á lopapeysum “, Náttúran.is: 20. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/20/peyan-min-nyskopun-i-markaossetningu-lopapeysum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.