Ungir umhverfisfréttarmenn - Samkeppni
Landvernd boðar til samkeppni um umhverfisfrétt í framhaldsskólum landsins. Samkeppnin er styrkt af Umhverfisfræðsluráði og Gámaþjónustunni hf. Verðlaun verða veitt fyrir bestu fréttirnar: Keppnin er unnin í anda alþjóðlega verkefnisins Ungir umhverfisfréttamenn. Verðlaun fyrir bestu fréttirnar eru:
- sæti 30.000 kr.
- sæti 20.000 kr.
- sæti 10.000 kr.
Ef þátttaka verður mikil kemur til greina að veita fleiri verðlaun. Fréttin á að vera hnitmiðuð grein (e.t.v. með mynd), stutt myndband eða hljóðupptaka, (þ.e. blaða-, sjónvarps- eða útvarpsfrétt). Viðfangsefnið á að vera úr í nærumhverfi nemenda sem þeir rannsaka og skoða og setja í vítt umhverfislegt samhengi.
Unnið verður að því að birta fréttirnar á opinberum vettvangi. Einhverjar þeirra munu birtast í blaði Landverndar, Kríunni, og á heimasíðu samtakanna. Bestu fréttirnar verða þþddar á ensku, í samráði við höfunda þeirra, og sendar til alþjóðlega verkefnisins Ungir umhverfisfréttamenn.
Fréttin skal send, fyrir 1. apríl, á netfangið landvernd@landvernd.is, merkt efni (subject): Ungir umhverfisfréttamenn.
Ungir umhverfisfréttamenn (Young Reporters for the Environment, YRE) er eitt af verkefnum FEE Foundation for Environmental Education, samtökunum sem einnig halda utan um verkefnið um Grænfána (Eco-Schools). Nemendum er ætlað, með aðstoð kennara sinna, að kynna sér og rannsaka viðfangsefni í nærumhverfi sínu, setja það í vítt samhengi og vinna fréttaefni t.d. grein, ljósmynd, útvarpsefni eða myndband á móðurmálinu. Lykilorðin eiga að vera: Skilningur, virkni, jákvæðni. Meginý emu verkefnisins eru: Landbúnaður, borgir, ströndin, orka, úrgangur og vatn. Markmið hvers verkefnis á að vera að miðla upplýsingum til almennings. Á heimasíðu verkefnisins www.youngreporters.org skiptast þátttakendur á upplýsingum og fréttum.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Ungir umhverfisfréttarmenn - Samkeppni“, Náttúran.is: 11. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/11/ungir-umhverfisfrettarmenn-samkeppni/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. mars 2008