Rithöfundurinn Jane Plant sem hefur skrifað fjölmargar bækur um mataræði og áhrif þess á ýmis heilsuvandamál heldur tvo fyrirlestra í Reykjavík þann 11. ágúst n.k.

Kl. 12 verður fyrirlestur á Háskólatorgi er eru það Miðstöð í lþðheilsuvísindum og Krabbameinsfélagið Framför sem bjóða á fyrirlestur Prófessor Jane Plant um tengls mataræðis og krabbameins, með áherslum á blöðruhálskyrtilskrabbamein og brjóstakrabbamein.

Hún heldur svo fyrirlestur um bók sína "Beating Stress, Anxiety and Depression" hjá Maður Lifandi í Borgartúni á Þriðjudaginn 11. ágúst kl 17.
Jane þjáðist af þunglyndi eftir að hún læknaði sjálfan sig af krabbameini með því að breyta um lífsstíl og mataræði (var sagt að hún hefði 2 mánuði til að lifa fyrir 16 árum...) og var þá og í mörg ár á eftir háð lyfjum til þess að geta sofið. Þegar hún fann út (enn sálf) hvaða mataræði og lífsstíll hentaði til að ná sér upp úr bæði þunglyndi meðfylgjandi alkahólisma fór hún að geta sofið. Frá þessari reynslu mun hún segja á þriðjudaginn.

 

Birt:
10. ágúst 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Jane Plant á Íslandi“, Náttúran.is: 10. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/10/jane-plant-islandi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: