Komdu og skoðaðu í kistuna mína - Marína
Næstkomandi sunnudag 13.apríl milli kl. 12:00 og 17:00 verður sannkölluð markaðsstemning í Strandgötu 53 á Akureyri. Staðurinn heitir nú Marína Akureyri og hþsti áður skemmtistaðinn Oddvitann til margra ára.
Nýjar áherslur eru á rekstrarformi staðarins og er húsið nú leigt út til veislu- og fundahalda ásamt því að rekstraraðilar standa sjálfir að viðburðum. Yfir sumartímann verður staðnum breytt í þjónustumiðstöð við skemmtiferðaskip þau er eiga viðdvöl á Akureyri.
Fyrsti markaðsdagur í Marínu verður næstkomandi sunnudag undir yfirskriftinni „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“ Þar munu vel á þriðja tug aðila koma með nýjar og notaðar vörur og leggja undir sig húsið sem telur yfir 700 fermetra. Kaffi og vöfflustemning - Krakkahorn - Hvetjum alla til að kíkja við.
Birt:
Tilvitnun:
Dórothea Jónsdóttir „Komdu og skoðaðu í kistuna mína - Marína“, Náttúran.is: 11. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/11/komdu-og-skooaou-i-kistuna-mina-marina/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.