General Motors eru í óða önn að undirbúa Chevrolet Volt bílinn, sem á að koma á markað 2010, en hann það er rafmagnsbíll.

General Motors treysta að sögn Reuters á Volt bílinn til að sýna heiminum að þeir geti keppt við Toyota og önnur viðlíka fyrirtæki í eldsneytissparandi tækni. Bíllinn er hannaður til að geta keyrt 40 mílur á einni rafhlöðu, en hana má hlaða í venjulegri innstungu þegar bílnum er lagt. Einnig verður vél í bílnum sem hleður batteríið ef þarf.

Volt bíllinn er ein af fyrstu tilraununum til að nota lithium-rafhlöðu í bíla, en slíkar rafhlöður eru notaðar í ýmis raftæki, t.d. fartölvur, en Toyota er einnig að þróa bíla knúna lithium-rafhlöðum.

Markmið General Motors er að Volt bíllinn verði með rafhlöðum sem endast í 150.000 mílur, endist í 10 ár og nái 60 mílu hraða (96 km) á innan við 9 sekúndum.

Birt:
21. apríl 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Rafhlaðinn bíll frá General Motors í smíðum“, Náttúran.is: 21. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/21/rafhlaoinn-bill-fra-general-motors-i-smioum/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: